136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:50]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Vakin var athygli á því áðan við þann forseta sem þá sat á forsetastóli að það mundi vera nokkuð liðið á nóttina og alls óljóst hvernig forseti ætlaði að haga hér afgreiðslu mála í nótt. Á það hefur verið bent að næsta mál á dagskrá er frumvarp um endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja og mér þætti ósköp vænt um að fá upplýsingar um það hjá forseta hvort kalla þurfi út fólk til að ræða það mál. Ég trúi ekki öðru en að forseti sé tilbúinn að veita okkur upplýsingar um það þar sem forseti hefur svona í seinni tíð sýnt allan vilja til þess að hafa eitthvert samstarf um það (Forseti hringir.) hvernig við ræðum mál hér. (Forseti hringir.) Hann hefur alla vega reynt að ræða það við formenn þingflokka en (Forseti hringir.) ég segi nú ekki að það hafi alltaf náðst góð niðurstaða. Ég trúi ekki öðru en að forseti sé tilbúinn (Forseti hringir.) að segja mér þetta.