136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:55]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti getur upplýst það að markmið forseta hefur verið að ljúka þinginu sem allra, allra fyrst og til þess þarf að ljúka umræðu um þau mál sem hafa verið sett á dagskrá. Það er mat forseta að bæði 11. og 12. mál þurfi hugsanlega mjög langan tíma í umræðu og eðlilegt að eyða ekki nóttinni í það. Aftur á móti taldi ég þar sem sjúkraskrár hafa ekki verið í ágreiningi í þinginu að það hefði verið freistandi að ljúka því máli áður en við lykjum þingfundi í kvöld. Það er málefnalega ástæðan fyrir þessari uppröðun á dagskrá hjá forseta.