136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:56]
Horfa

Ásta Möller (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú hefur hæstv. forseti upplýst hvernig málum verður hagað hér í nótt, þegar lokið hefur verið umræðu um hlutafélög og einkahlutafélög verður farið í sjúkraskrár. (Gripið fram í.) Það er ekkert því til fyrirstöðu af okkar hendi að taka þá umræðu. En þetta mál er mjög mikilvægt, ég veit t.d. að framsóknarmenn hafa lagt mikla áherslu á þetta mál og ég sé nú engan framsóknarmann hér í húsinu. Þeir hafa m.a. lagt fram sérstaklega þingsályktunartillögu til að ýta eftir þessu máli. Fyrst var það unnið í tíð hæstv. þáverandi ráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur. Ég tel að það væri kurteisi af hendi hæstv. forseta að ræsa út framsóknarmenn til að heyra hvort þeir hefðu ekki áhuga á taka þátt í umræðu um þetta mikilvæga mál.