136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[01:05]
Horfa

Ármann Kr. Ólafsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er rétt, ég var að koma í hús, hef reyndar fylgst með umræðum í gegnum sjónvarpið. Ég verð að segja að mér finnst þetta alveg ótrúleg fundarstjórn af jafnágætum forseta og hæstv. forseti er. Það er líka hreint með ólíkindum að horfa upp á þann ágæta hv. þm. Lúðvík Bergvinsson tala um að það sé einhver sérstök hugmyndafræði hvernig staðið sé að fundarsköpum hér. Hugmyndafræði, það er þá sérstök hugmyndafræði hjá Samfylkingunni, það er ekki nema von að hugmyndafræðin þar sé í molum. En mér finnst það með ólíkindum ef hér á að fara að hlaupa yfir í sjúkraskrárfrumvarpið. Hvaða rugl er þetta? Hvað er verið að fara? Á þá að kalla út allt það lið í þingmeirihlutanum sem hefur vit á þess máli? Er það tryggt, er það öruggt, hæstv. forseti?