136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[01:06]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú er búið að benda hæstv. forseta á að það þurfi að ræða sjúkraskrármálið mjög vandlega, að það muni taka nokkurn tíma og það sé jafnframt nauðsynlegt að a.m.k. heilbrigðisráðherra sé við þá umræðu og fjármálaráðherra líka. Nú er það algerlega ófrávíkjanleg krafa, held ég að megi orða það, að við fáum að vita hvort heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra séu í þessu húsi til að ræða þetta mál. (Gripið fram í: Og formaður heilbrigðisnefndar.) Ég tala nú ekki um formann heilbrigðisnefndar sem hlýtur að vera framsögumaður í þessu máli, framsögumaður nefndarálits. Vill hæstv. forseti ekki upplýsa okkur um það hvort hér verði þessir ágætu ráðherrar og þeir (Forseti hringir.) framsögumenn sem hér þurfa að vera til að ræða það mál. Ég skal gjarnan (Forseti hringir.) taka það fram að ég er tilbúin til að taka önnur mál sem eru framar á dagskránni eins og álverið í Helguvík (Forseti hringir.) sem er mjög nauðsynlegt að ræða.