136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

viðvera ráðherra.

[11:24]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Um miðja síðastliðna nótt þegar forseti ætlaði að fara að taka þetta mál á dagskrá var farið fram á það við hæstv. forseta að hér yrðu við umræðuna hæstv. heilbrigðisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra. Ég reikna með því að fyrst forseti ákveður að taka þetta mál á dagskrá núna hafi hann beitt sér fyrir því að við umræðu um þetta viðamikla mál væru hér hæstv. heilbrigðisráðherra, sérstaklega, og hæstv. fjármálaráðherra, sem ég sé í hliðarsölum. Má ekki treysta því, hæstv. forseti, að þeir verði við umræðuna því að að öðrum kosti sé ég ekki að þessi umræða geti farið fram?