136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

viðvera ráðherra.

[11:26]
Horfa

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Vegna orða hv. þingmanns vill forseti endurtaka það að forseti mun að sjálfsögðu gera ráðstafanir til að koma boðum til hæstv. heilbrigðisráðherra. Þannig vill til að framsögumaður nefndarinnar er reiðubúinn til að halda framsögu sína og því lít ég svo á að við höfum a.m.k. þann tíma til að fá fréttir af ferðum hæstv. heilbrigðisráðherra. Ég geri ráð fyrir að strax að lokinni þeirri ræðu verði hægt að koma skilaboðum til hv. þingmanna um það hvernig aðstæður hæstv. heilbrigðisráðherra eru.