136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

sjúkraskrár.

170. mál
[15:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Með nákvæmlega sama hætti óttast ég að hugsjónir hæstv. heilbrigðisráðherra verði að veruleika, þ.e. að ríkið, hið alvolduga ríki viti allt um einstaklingana og geti misnotað það því að þekktustu og skuggalegustu dæmin í mannkynssögunni eru einmitt þegar ríkið beitir ofbeldi vegna þess að ríkið hefur bæði eftirlit og framkvæmd og er að öllu leyti allt í öllu. Það er miklu hættulegra heldur en þegar einkafyrirtæki eru með gögnin.

Ég óttast það mest af öllu að hæstv. heilbrigðisráðherra verði áfram við völd og byggi upp eitt allsherjarfyrirtæki, atvinnufyrirtæki ríkisins, þar sem hann „vílar og dílar“ og segir: „Þetta fyrirtæki á að lifa og þetta á að deyja.“ Ég óttast það mest af öllu. (Gripið fram í.) Ég óttast það mest af öllu að menn fari að skattleggja alveg undir drep og lækka laun. Ég óttast það mest af öllu.

Ég óttast ekki síður að hæstv. ráðherra verði áfram við völd heldur en hann óttist að ég verði hér áfram við völd þannig að þetta er gagnkvæmur ótti beggja aðila (Gripið fram í.) og það að ríkið eigi og hafi eftirlit með er miklu hættulegra heldur en ef ríkið hefur eftirlit og einhver annar á því þá verður eftirlitið raunverulegt. (Heilbrrh.: Þjóðin hefur öðlast reynslu af verkum Sjálfstæðisflokksins.)