136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

sjúkraskrár.

170. mál
[15:26]
Horfa

Herdís Þórðardóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við erum að tala um dagskrá þingsins og við sjálfstæðismenn teljum mjög brýnt að koma málefni um Helguvík á dagskrá. En ég ætla samt að nota tækifærið undir störfum forseta og gagnrýna hæstv. heilbrigðisráðherra og málflutning hans. Hann segir að þjóðin verði vitni að sögulegum atburði, að málþófi okkar sjálfstæðismanna. Ég er búin að sitja á Alþingi í tæp tvö ár og búin að vera í stjórnarmeirihluta. Hér hafa verið í stjórnarandstöðu Vinstri grænir og hvað erum við búin að horfa upp á? Við erum búin að horfa upp á það síðastliðið ár að þið, vinstri græn, hafið verið í endalausu málþófi. (Gripið fram í: Ræðukóngarnir.) Þið eruð ræðukóngarnir. Ég man að fyrstu mánuðina sem ég sat var talað um að ég væri með (Forseti hringir.) stystan ræðutíma hér á þingi en (Forseti hringir.) hæstv. fjármálaráðherra var með lengsta ræðutímann. Ég frábið (Forseti hringir.) mér það að við séum að tefja (Forseti hringir.) störf þingsins. Það eruð þið sjálf sem eruð að gera (Forseti hringir.) það sem eruð hér í stjórn. (Heilbrrh.: Af hverju eruð þið á móti þjóðareign á auðlindum?) Við erum það ekkert.