136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

sjúkraskrár.

170. mál
[15:31]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er með miklum ólíkindum hvað allt fer öfugt ofan í formann þingflokks Framsóknarflokksins þessa dagana, hv. þm. Siv Friðleifsdóttur. Það sem við sjálfstæðismenn erum að gera er að við erum að koma til móts við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram, við erum að rétta fram sáttarhönd einu einni enn í þessu máli. Hvað erum við að gera? Við erum að leggja fram ákveðna túlkun varðandi 1. gr., þ.e. að ákveðið auðlindaákvæði komi inn í varðandi eignarráð og forsjá ríkisins á náttúruauðlindum. Við erum auk þess að koma til móts við þær hugmyndir sem settar voru fram um stjórnlagaþing þannig að farin verði vönduð leið. Það verði skipuð 25 manna nefnd til að gera úttekt á (Gripið fram í.) hvaða þörf er á breytingum á stjórnarskránni þannig að hægt verði að afgreiða þetta eins og gert er með siðuðum þjóðum, eins og gert hefur verið annars staðar á Norðurlöndunum en ekki farið í það að skapa stjórnskipulega ringulreið eins og tillaga Framsóknarflokksins fól í sér.