136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

sjúkraskrár.

170. mál
[17:28]
Horfa

Frsm. heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst rétt að við notum núna þann fundartíma sem ég hef kallað til og við skoðum það með opnum huga út frá þeirri umræðu sem hér hefur verið og þeirri umræðu sem verður í nefndinni hvora leiðina við viljum fara. Fyrst og fremst viljum við tryggja virðingu við látna, við viljum tryggja rétt aðstandenda til að fá upplýsingar og við viljum ekki að gengið verði of langt í því að krefjast upplýsinga sem í raun og veru mætti ætla að sjúklingur vildi ekki að yrðu opinskáar.