136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

málefni hælisleitenda.

[11:03]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það eru ekki þau stórtíðindi hér til umræðu sem verið hafa í morgun, heldur málefni nokkurra útlendra manna sem hér hafa leitað hælis og verið vísað brott samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni. Það mál skilst mér að sé enn þá í gangi og ég spyr hæstv. dómsmálaráðherra um fréttir af því, hverjar þær séu og jafnframt hvort í undirbúningi séu einhvers konar breytingar eða a.m.k. hugleiðingar um breytingar á túlkun okkar á þessari reglugerð, einkum því sem varðar sendingu manna til Grikklands, sem vissulega er eitt af aðildarríkjum reglugerðarinnar en virðist ekki uppfylla þær kröfur sem reglugerðin gerir ráð fyrir um samræmt eftirlit og samræmda meðferð þeirra mála sem hér um ræðir.