136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

frestun á fundum Alþingis.

473. mál
[12:00]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil inna forseta eftir því hvort það samkomulag sem okkur þingmönnum skildist að morgni dags að lægi fyrir um lok þingstarfa í dag haldi enn. Ég lít svo á að hv. þm. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi rofið það samkomulag með framgöngu sinni hér í umræðu um frestun á fundum Alþingis og ég lít svo á að sjálfstæðismenn séu þar með ekki menn orða sinna í þessu fremur en öðru.