136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

frestun á fundum Alþingis.

473. mál
[12:01]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Eins og gengið var frá þessu samkomulagi í gær held ég að það haldi alveg enn þá. Það var ljóst að hv. þm. Bjarni Benediktsson mundi taka til máls sem hann gerði, hann hélt stutta ræðu um þingfrestunartillöguna. Hér hafa greinilega fleiri kvatt sér hljóðs um þessa tillögu og hafa einhverjar athugasemdir við tillöguna. Það eru allt stjórnarliðar eins og ég hef séð mælendaskrána. Ég veit ekki hvort ríkisstjórnarflokkarnir ætla að brjóta það samkomulag sem var gert í gær, það verður að koma í ljós og er áhugavert að heyra hvað hæstv. forseti segir um það. Það var algerlega ljóst að af okkar hálfu, sjálfstæðismanna, að svona yrði gengið fram, að hér yrði flutt ein ræða af okkar hálfu um þingfrestunartillöguna. Síðan ráða aðrir flokkar (Forseti hringir.) hvernig þeir haga sér en það er brot á því samkomulagi sem var gert í gær.