136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[13:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnarskrárn. s. (Lúðvík Bergvinsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Tilefni bókmenntatilvitnana var upphafsorðræða hv. þingmanns, til að halda því til haga. En þetta þótti mér afar athyglisvert svar við fyrirspurn um það hvers vegna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sérnefndinni lögðu fram allt aðra tillögu í stjórnarskrárnefndinni en síðan kemur hér fram. Vegna þess að í nefndinni fór einmitt fram umræða um hvers vegna hv. þingmenn legðu til að fellt yrði brott m.a. ákvæði þess efnis sem eru í upphaflegu tillögunum um breytingar á stjórnarskránni, um að náttúruauðlindir verði ekki látnar varanlega af hendi. Hvorki seldar né afhentar.

Vegna þess að í umræðu um þann þátt í sérnefndinni í gær tóku hv. þingmenn til varna fyrir því að það þyrfti ekki að vera inni. Það er því aldeilis rangt hjá hv. þingmanni að halda því fram að það hafi ekki verið leitað eftir því hvort þetta megineinkenni á því náttúruauðlindaákvæði sem var inni, hvernig á því stæði (Forseti hringir.) að það væri tekið út á þann hátt sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til.