136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[13:43]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Er það rétt hjá mér að Sjálfstæðisflokkurinn sé klofinn í herðar niður í þessu máli, hv. þm. Birgir Ármannsson? Það er staðreynd að í þessum ræðusal kom fram samþykki á 1., 2. og 3. gr. ef frá eru taldar 2. og 3. mgr. 1. gr.

Ég hlustaði á nokkur hundruð ræður sem snerust allar um það hvernig eigi að breyta og hvernig eigi ekki að breyta stjórnarskrá. Og maður skilur fyrr en skellur í tönnum. Þetta var orðið alveg á hreinu hjá mér eftir svona fimm ræður.

En þrátt fyrir að undirbúningur og málsmeðferðin væru ykkur ekki að skapi sjálfstæðismönnum, hvers vegna fórum þið aldrei í þá efnislegu vinnu að taka upp 1. mgr. 1. gr., 2. og 3. gr. þar sem meiri hluti sjálfstæðismanna var samþykkur þeim greinum?