136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[14:31]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við sjálfstæðismenn tökum ekki hverju sem er hér á Alþingi, það er alveg hárrétt og ég undirstrika það og endurtek. Við tökum m.a. ekki undir tillögur eða samþykkjum tillögur sem gera ráð fyrir því að Alþingi Íslendinga verði sett til hliðar og þar af leiðandi göngum við gegn þinginu. Þess vegna minntist ég á það að við vinnum eið að stjórnarskránni og við eigum að halda hana og ég tel að þess vegna þurfum við að fara eins varlega gagnvart breytingum á stjórnarskránni og nokkur kostur er, vinna það verk vandlega en það hefur því miður ekki verið gert að þessu sinni.