136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[14:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnarskrárn. s. (Lúðvík Bergvinsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður er nýgenginn úr frjálslyndum flokki í íhaldsflokk. Það kannski endurspeglar það sem hér er á ferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið afstöðu gegn þessum breytingum. Í raun og veru skiptir engu máli hvað hefur verið sett fram. Sjálfstæðisflokkurinn er algerlega andvígur þeim breytingum sem hér liggja fyrir og það liggur fyrir í þeim 850 ræðum eða svo sem hafa verið haldnar um þetta tiltekna mál. Hv. þingmaður segir að það hefði leitt til einhvers stjórnskipulegs slyss ef þetta hefði verið samþykkt. Það er ekki nema 2 til 3 ár síðan Austurríkismenn fóru þessa leið og enn hefur ekkert spurst af því stjórnskipulega slysi eða þeim áföllum sem sú þjóð varð fyrir. Þessi hræðsluáróður þeirra sem fyrst og fremst líta á það sem hlutverk sitt að standa vörð um óbreytt ástand er dæmdur til að falla ómerkur í umræðunni.