136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[14:47]
Horfa

Jón Magnússon (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Skoðanir mínar á fiskveiðistjórnarkerfinu hafa ekki breyst í neinu nema síður sé. Ég tel brýna nauðsyn bera til að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu. Ég átta mig hins vegar á að ég er í minni hluta í mínum flokki hvað það varðar. Ég vildi fara mun lengra og gera víðtækari breytingar en hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson hvað það varðar að um raunverulega þjóðareign eða eign ríkisins yrði að ræða á fiskveiðiheimildunum. Það er staðreyndin í málinu.

Vegna þess sem hv. þm. Guðjón Arnar kom inn á, að búið hafi verið að fella niður 3. og 4. gr. þannig að málið hafi bara staðið um stjórnskipulega breytingu varðandi 1. og 2. gr., spyr ég: Miðað við þær tillögur sem við sjálfstæðismenn lögðum til var þá slíkur ágreiningur að það ætti ekki að vera hægt að ná samkomulagi um þetta, hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson?