136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[14:57]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Við ræðum hér hið mikilvæga mál stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Ég vil óska eftir því við hæstv. forseta að hann kanni hvort formaður Sjálfstæðisflokksins sé einhvers staðar ínáanlegur og geti verið viðstaddur þessa umræðu. Ég þarf að eiga við hann orðastað vegna afstöðu og sjónarmiða Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og ég óska eftir því að forseti kanni það hvort formaður Sjálfstæðisflokksins geti látið svo lítið að vera viðstaddur þessa umræðu.