136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:19]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það virðist sem sagt vera þannig að lýðræðisviðhorf Sjálfstæðisflokksins byggir á því að hann hafi neitunarvald um mál. Þannig birtist það hér. Af því að skoðanir Sjálfstæðisflokksins náðu ekki fram að ganga þá var hægt að stöðva framgang þessa máls.

Einnig er mikilvægt að hafa í huga að mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi síðasta hálfa árið, og reistar hafa verið mjög háværar kröfur í samfélaginu um aukið lýðræði, um aukinn möguleika þjóðarinnar til að taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru og varða hana miklu.

Á þetta eru fjórir stjórnmálaflokkar af fimm að hlusta en Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Það hlýtur að valda okkur hinum mjög miklum vonbrigðum, frú forseti.