136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

almenn hegningarlög.

342. mál
[16:27]
Horfa

Ásta Möller (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Maður hefur oft upplifað það þannig að hv. þingmaður upplifi sig með þeim hætti að hann sé einn helsti talsmaður lýðræðislegrar umræðu á Alþingi. Því vil ég biðja hv. þingmann sem á sæti í hv. allsherjarnefnd að lýsa fyrir okkur þeirri lýðræðislegu umfjöllun sem fór fram um málið á þessu kjörtímabili.