136. löggjafarþing — 135. fundur,  17. apr. 2009.

skaðabótalög.

438. mál
[20:27]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál hefur verið lengi á borði allsherjarnefndar og nú náðist samstaða um að afgreiða það út og leggja fyrir Alþingi. Sú löggjöf sem sett var um skaðabótalög árið 1999 hefur reynst að mörgu leyti ágætlega en er líka gölluð að ýmsu leyti. Þetta tiltekna atriði hefur valdið mörgum miklu tjóni og er með eindæmum óréttlátt. Það veldur því jafnvel að eftirlifandi makar þurfa að sæta skerðingu á bótum vegna bóta sem hinn látni hefði fengið frá almannatryggingakerfinu hefði hann lifað, svo ótrúlega óréttlátt er það kerfi sem við erum nú að afnema. Ég óska þingheimi til hamingju með að hafa náð saman um þessa réttarbót.