136. löggjafarþing — 135. fundur,  17. apr. 2009.

skaðabótalög.

438. mál
[20:29]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Allsherjarnefnd sammæltist um að klára það réttlætismál sem við göngum nú til atkvæða um. Það er mjög ánægjulegt, þetta er búið að taka langan tíma, þetta er frekar flókið mál en núna tókst í allsherjarnefnd að ganga frá þessu þannig að við göngum ánægð til atkvæða og þá þarf ekkert að skoða þetta mál, a.m.k. ekki í bili. Nú er verið að gefa fólki mikla réttarbót sem það hefði ella ekki átt kost á. Ég segi já.