136. löggjafarþing — 135. fundur,  17. apr. 2009.

heimild til samninga um álver í Helguvík.

394. mál
[20:31]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég kem hér upp til að fagna því að þetta mál, heimild til samninga um álver í Helguvík, sé loksins að verða að lögum. Við sjálfstæðismenn styðjum það heils hugar og höfum beðið lengi eftir því að fá það rætt á hinu háa Alþingi. Það er okkur sönn ánægja að liðsinna hinni rauðgrænu ríkisstjórn sem ber nafn sitt með rentu miðað við hvernig taflan var hér útleikin áðan og okkur er mikil ánægja að geta aðstoðað ríkisstjórnina í þessu góða máli. Þetta er góður dagur fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir landsmenn alla og vonandi fyrsta skrefið sem við Íslendingar stígum nú í átt að betri og bjartari framtíð í atvinnumálum.