136. löggjafarþing — 135. fundur,  17. apr. 2009.

heimild til samninga um álver í Helguvík.

394. mál
[20:33]
Horfa

Björk Guðjónsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta frumvarp er nú að verða að lögum. Það mun styðja það að mjög mikilvægt atvinnuskapandi mál verði að veruleika. Annað viðlíka verkefni er alls ekki í sjónmáli á Íslandi á næstunni. Suðurnesjamenn og Íslendingar þurfa nú sem aldrei fyrr á því að halda að sjá að raunverulega sé verið að gera eitthvað í atvinnumálum þjóðarinnar. Álver í Helguvík mun hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið og þess vegna segi ég já.