136. löggjafarþing — 135. fundur,  17. apr. 2009.

heimild til samninga um álver í Helguvík.

394. mál
[20:35]
Horfa

umhverfisráðherra (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg):

Hæstv. forseti. Hún er að mínu mati dapurleg, framtíðarsýn þeirra sem þykir það sjálfsagt að fórna enn fleiri dýrmætum náttúruperlum en orðið er fyrir uppbyggingu á mengandi þungaiðnaði og láta sér í léttu rúmi liggja að arðurinn af starfseminni hverfi úr landi ofan í djúpa vasa eigenda alþjóðlegra auðhringja sem hingað til hafa legið undir ámæli fyrir herfilega eyðingu vistkerfa á Indlandi, í Brasilíu, Ástralíu og Jamaíku þar sem rauð drulla blönduð vítissóda hrúgast upp og eyðileggur bæði búsvæði manna og dýra. Á sama tíma er hér talað um að auðlindirnar eigi að vera í þjóðareigu.

Hæstv. forseti. Framtíðarsýn okkar, vinstri grænna, gengur út á sjálfbæra atvinnu- og orkustefnu. Við auðlindanýtingu samkvæmt slíkri stefnu þarf að gæta varúðar og varúðarnálgun og vistkerfisnálgun eru lykill í slíkri stefnu. Innan hennar er ekki rúm fyrir frekari uppbyggingu mengandi (Forseti hringir.) stóriðju. Ég segi nei.