136. löggjafarþing — 135. fundur,  17. apr. 2009.

kveðjur.

[20:47]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

„Forseti Íslands gjörir kunnugt: Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 136. löggjafarþings, frá 16. apríl 2009 eða síðar, ef nauðsyn krefur.

Gjört á Bessastöðum, 16. apríl 2009.

Ólafur Ragnar Grímsson.

__________________

Jóhanna Sigurðardóttir.

 

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“

Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég hér með yfir því að fundum Alþingis, 136. löggjafarþings, er frestað.

Ég óska hv. alþingismönnum og starfsmönnum þingsins svo og landsmönnum öllum allra heilla.