137. löggjafarþing — 1. fundur,  15. maí 2009.

drengskaparheit unnin.

[16:08]
Horfa

Aldursforseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Það er tillaga kjörbréfanefndar að kosningin sé talin gild svo og kjörgengi þingmanna og kjörbréf allra alþingismanna, svo og kjörbréf jafnmargra varamanna sem landskjörstjórn gaf út að loknum alþingiskosningum 25. apríl sl. sé samþykkt. Ég ber því í einu lagi upp kjörbréfin öll, þ.e. kjörbréf aðalmanna og varamanna sem fram koma í áliti kjörbréfanefndar og skoðast þau samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.