137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

landbúnaðarháskólarnir.

[13:44]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Við erum sameiginlegir baráttumenn, ég og hæstv. ráðherra, í því að efla skólakerfið og forræði háskólanna á málefnum sínum. En ég verð að segja eins og er, og þetta fylgir í kjölfar fyrirspurna hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áðan, að ég er engu nær eftir þetta svar hæstv. ráðherra. Nú liggur fyrir að flokkssystir hæstv. ráðherra er í menntamálaráðuneytinu þannig að hæg eru heimatökin. Mun ráðherra beita sér fyrir því að breyting verði á skipulagi háskólanna? Mun hann beita sér fyrir því að landbúnaðarháskólinn hverfi aftur yfir til landbúnaðarráðuneytisins? Mun hann standa í vegi fyrir því að þessir háskólar verði hugsanlega sameinaðir öðrum háskólum í landinu?