137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

málefni garðyrkjubænda.

[14:03]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Það er alveg hárrétt að mál garðyrkjubænda og garðyrkjunnar voru einmitt til skoðunar þegar verið var að endurskoða búvörusamninginn sem er núna til meðferðar og atkvæðagreiðslu meðal bænda úti um land og gert var ráð fyrir því að garðyrkjan fylgdi þar með en því miður varð svo ekki. Ég þakka orð hv. þingmanns í þessum efnum, ég veit að við deilum saman áhuga á að koma til móts við garðyrkjuna í þessum málum og við reynum bara að finna leiðir til þess. Þetta snýst oft á tíðum um fjárframlög og það þarf líka að vinna þeim brautargengi á þeim vettvangi. En ég tek undir orð hv. þingmanns að við þurfum að gera allt sem við getum til að koma til móts við garðyrkjuna (Forseti hringir.) hvað þetta varðar og þau störf sem líka eru þar í húfi.