137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[15:30]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tók það einmitt fram í ræðu minni hér áðan að reynsla Finna af eignaumsýslufélagi eins og þessu væri ekki góð. Ég benti einnig á það að ef um fyrirtæki í samkeppnisrekstri er að ræða þá getur það ekki verið þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. Rétt?

Ég vil því enn og aftur ítreka: Reynsla annarra þjóða af þessu er ekki góð. Það þýðir ekki að benda til Svíþjóðar vegna þess að þar voru tekin yfir lánasöfn, ekki fyrirtæki.