137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[15:55]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var eiginlega ekki andsvar, þetta var meðsvar, en ég ætla að svara því samt. Ég held að mjög mikilvægt sé að nefndin fari mjög ítarlega í gegnum allar hugmyndir sem bæði þingmenn og umsagnaraðilar hafa til lausnar á þeim vanda að ríkið er að eignast öll fyrirtæki í landinu meira og minna. Við þurfum að vinna að þessu sameiginlega og þvert á flokkslínur. Ég tek því undir og fagna því að hæstv. fjármálaráðherra er tilbúinn til að vinna að þessu. Ég mundi gjarnan vilja að hlustað sé á allar raddir og reynt að finna eins góða lausn á málinu og hægt er vegna þess að ég held að flestir sé á þeirri skoðun að það sé ekki gott að ríkið eigi allt atvinnulíf í landinu.