137. löggjafarþing — 4. fundur,  20. maí 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn).

14. mál
[15:15]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (andsvar):

Frú forseti. Það má auðvitað deila endalaust um forgangsröð en ég skammast mín ekkert fyrir það að leggja fram eitt af mörgum frumvörpum sem eiga að stuðla að heilbrigðara viðskiptaumhverfi hér í framtíðinni. Ég tel reyndar, eins og kom fram hjá hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur áðan, að það sé einn liður í því að búa til eðlilegt viðskiptaumhverfi að leyfa rödd kvenna að njóta sín í stjórnun fyrirtækja eins og annars staðar. Ég skammast mín ekkert fyrir þessa forgangsröð og ég fullvissa þingmanninn um það að þetta mun ekki tefja uppskiptingu bankanna um eina mínútu.