137. löggjafarþing — 5. fundur,  25. maí 2009.

Mats Josefsson og vinna fyrir ríkisstjórnina.

[15:06]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Svo að því sé haldið til haga þá kom það fram hjá Josefsson fyrir efnahags- og skattanefnd að frumvarpið eins og það leit út væri ekki eins og hann hefði kosið að leggja það fram. Það hefur líka komið fram, vegna hins hugsanlega brotthvarfs hans, að hann gaf engar málefnalegar ástæður fyrir því að hann ætlaði að hætta nema þá að hlutirnir gengju of hægt fyrir sig og að stefnan varðandi endurreisn bankakerfisins væri mjög óljós. Ég spyr því enn og aftur í krafti þess að hér eigi að ríkja gegnsæi og menn eigi að veita upplýsingar: Setti Mats Josefsson ríkisstjórninni einhver skilyrði fyrir því að vera áfram? Setti Mats Josefsson einhver skilyrði? Sá ríkisstjórnin að sér til þess að halda í þennan sérfræðing hér á landi?