137. löggjafarþing — 5. fundur,  25. maí 2009.

Icesave-reikningarnir.

[15:11]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr):

Virðulegi forseti. Ég fékk ekki svar við því hvort rétt sé að það að þjóðin taki Icesave-skuldirnar á sig sé skilyrði fyrir því að við fáum annan áfanga lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og að við getum hafið aðildarviðræður við Evrópubandalagið. Ég bað einnig um að fá upplýsingar um hvaða skilmálar væru í lánasamningum Landsvirkjunar varðandi greiðslufall lána, þ.e. hvort lánardrottnar geti gengið að félaginu ef til greiðslufalls kemur. Það er mjög mikilvægt að fá að vita þetta.