137. löggjafarþing — 5. fundur,  25. maí 2009.

fundir í viðskiptanefnd.

[15:34]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Frú forseti. Það er athyglisvert að sjá hvernig pólitíkin virkar. Það má vera að ég hafi ekki verið nákvæmur í orðum mínum í beinni útsendingu í útvarpsþætti í morgun, gott og vel. En svona ætlum við sem sagt að láta þetta þing virka.

Ég hef verið á fullu sem varaformaður viðskiptanefndar að undirbúa mig, lesa mér til um þau mál sem eiga að koma fram á vettvangi þingsins. Það eru mál frá fyrra þingi, það eru stór og mikil mál sem eru fram undan. Ég hef verið á fullu að búa mig undir þau fjölmörgu mál sem bíða viðskiptanefndar og þessa þings á næstu vikum.