137. löggjafarþing — 5. fundur,  25. maí 2009.

hlutafélög með gegnsætt eignarhald og bann við lánveitingum og krosseignarhaldi.

5. mál
[18:22]
Horfa

Flm. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi boðvaldið held ég að það ætti að láta reyna á að starfsmenn ráðuneyta eða stofnana neituðu Alþingi um upplýsingar um störf sín og reynslu. Ég held að það sé meira fræðilegt mál en annað. Ef nefnd þingsins fer fram á það við einhvern starfsmann, segjum hjá skattstofu eða Samkeppniseftirliti, að hann kynni fyrir nefndinni hvernig starfinu er háttað vildi ég láta reyna á að hann neitaði því.