137. löggjafarþing — 6. fundur,  26. maí 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[17:04]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Atla Gíslason, sem er formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, hvort hann sjái einhverja annmarka á því að menn setji einhver höft á þá sem hafa selt sig út úr greininni, að þeir komist ekki inn í þetta strandveiðikerfi í einhvern tíma hugsanlega eða alla vega að menn sem eru nýbúnir að selja sig út úr greininni komist ekki sjálfkrafa þarna inn aftur. Ég fagna því að hann tekur undir það að skoða þetta með ufsann í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Ég veit að menn munu gera þetta með góðum huga.

Svo væri kannski ekki svo vitlaust að ég endurskoðaði líka tillögu mína með virku dagana. Ef við ættum að taka mark á Strandamönnum þá fáum við gott veður allar helgar í sumar.