137. löggjafarþing — 6. fundur,  26. maí 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[17:05]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Ásbjörn Óttarsson spyr hvort hægt sé að setja höft á þá sem hafa selt sig út úr greininni. Ég hef hugleitt það mál. Við hugleiddum það í aðdraganda þessa máls. Það var niðurstaða mín að gallarnir við það og smugurnar til að komast fram hjá því, þeir ágallar sem því fylgdu, væru meiri en kostirnir þannig að það var ekki sett inn. Menn geta fundið sér ýmis úrræði til að komast fram hjá því og það var ekki þess virði að elta það uppi þennan skamma tíma. Ég veit af þessari gagnrýni, hún hefur komið fram og hún er að mörgu leyti réttmæt.