137. löggjafarþing — 7. fundur,  27. maí 2009.

séreignarlífeyrissparnaður.

28. mál
[14:21]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir þessar upplýsingar. Þær eru mjög athyglisverðar. Ég er með tvær spurningar til hæstv. ráðherra. Í fyrsta lagi talar hann um að kostnaður við vaxtabætur sé rúmlega 2 milljarðar en tekjuauki ríkissjóðs af þessu fyrirkomulagi sé rúmir 4 milljarðar. Ég man að það vakti athygli mína á síðasta þingi að við kostnaðarmatið með ýmsum stjórnarfrumvörpum á þeim tíma kom fram að til þess að fjármagna hitt og þetta væri litið til aukinna tekna ríkissjóðs af þessu séreignarsparnaðarmáli. Mér þótti það kannski skjóta skökku við þegar verið væri að hvetja til nýrra útgjalda út frá einhverjum aukatekjum vegna þess að mér þykir þetta frekar vera tilefni til að stoppa í gatið. Spurningin er kannski sú, og ég kem bara annarri spurningunni að sýnist mér á þessari mínútu: Er búið að ráðstafa restinni eða fer þetta, sem ég hvet eindregið til að verði gert, til að bæta stöðu ríkissjóðs að öðru leyti?