137. löggjafarþing — 7. fundur,  27. maí 2009.

framtíðarskipan Hólaskóla.

9. mál
[14:40]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Þetta er þörf umræða sem hér hefur verið vakin upp um málefni Hólaskóla, umræða sem vert er að skoða í ríku samhengi við áform um endurskoðun háskólastigsins, sem ég tek undir með hæstv. ráðherra að er brýnt að endurskoða — og málefni sem þarf líka að skoða með hliðsjón af Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Ég tek undir með þeim hv. þingmönnum sem hafa talað um að málefni Hólaskóla hafi staðið fulllengi í óvissu. Það er brýnt, bæði vegna samfélagslegra og félagslegra áhrifa stofnana eins og Hólaskóla og Hvanneyrar, að málefni þeirra séu ekki látin velkjast um of í kerfinu.

Þetta er ekki aðeins brýnt fyrir háskólastigið. Þetta er líka spurning um sjálfsmynd þeirra héraða sem standa (Forseti hringir.) næst umræddum háskólum.