137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[11:05]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að svara þessari spurningu neitandi. Ég tel að í aðildarviðræðum séum við í raun og veru að ræða við Evrópusambandið um það að innleiða hér nýja kafla, nýja þætti, nýjar stoðir í Evrópusamstarfinu sem hafa ekkert með Evrópska efnahagssvæðið að gera. Ég hef hins vegar verið þeirrar skoðunar lengi að þingið hafi látið undir höfuð leggjast að framkvæma EES-samninginn af skynsemi og að þingið hefði átt að taka til sín miklu stærri hlut í undirbúningi þeirra ákvarðana sem teknar eru á vettvangi sameiginlegu nefndarinnar. Við megum sannarlega margt læra af því sem við höfum þurft að innleiða á grundvelli þess samnings en ég tel það í sjálfu sér alls ófullnægjandi undirbúning að inngöngu í Evrópusambandið eða aðildarviðræðum, þ.e. þá staðreynd eina að við erum á Evrópska efnahagssvæðinu.