137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:08]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér heyrðist í ræðu formanns Framsóknarflokksins áðan að hann væri að leita eftir breiðri samstöðu þannig að það mætti skilja hann þannig að Framsóknarflokkurinn vildi gjarnan vera með í þessu ferli, eða hvað? (Gripið fram í.)

Menn verða að gera sér grein fyrir stjórnskipuninni í þessu máli. Það er auðvitað ekki þannig að einstakir stjórnmálaflokkar, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, fari með samningsumboðið. Það er hjá framkvæmdarvaldinu og framkvæmdarvaldið starfar í umboð löggjafarvaldsins. Þannig er hin íslenska stjórnskipun. Það er því auðvitað ekki þannig að þó að einhver tiltekinn ráðherra, utanríkisráðherra í þessu tilfelli, komi úr tilteknum stjórnmálaflokki og annist framkvæmdina fyrir hönd framkvæmdarvalds, sé samningsumboðið hjá þeim sama stjórnmálaflokki og viðkomandi ráðherra kemur úr, alls ekki. (Gripið fram í.) Það er hjá framkvæmdarvaldinu í umboði Alþingis og öðruvísi getur það ekki verið.