137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:09]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Í afar efnismikilli og fróðlegri ræðu hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um þá þingsályktunartillögu sem hér liggur fyrir hjó ég sérstaklega eftir einu atriði sem mig langar til að inna hann betur eftir af því að ég hygg að þingmaðurinn hafi kynnt sér ágætlega aðildarviðræður annarra ríkja að Evrópusambandinu og hvernig þær hafi farið fram. Þingmaðurinn gerði mikið úr því að menn séu búnir að semja af sér fyrir fram, ef ég skildi hann rétt. Þá velti ég fyrir mér hvernig hann skýrir það hvernig í ósköpunum ríkisstjórnin með stuðningi sinna þinga, samansettar af stjórnmálaflokkum sem vildu ganga í Evrópusambandið — og það hefur nokkrum sinnum gerst að þannig ríkisstjórnir hafi sótt um aðild fyrir hönd ríkja sinna, farið í samningaviðræður og síðan orðið aðildarríki (Forseti hringir.) — hafi tekist að semja við Evrópusambandið.