137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[15:45]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Ég þekki vel til umræðunnar og þeirrar togstreitu eða skiptu skoðana sem eru innan Evrópusambandsins um að fara í áttina að sambandsríki eða frá þeim lausbundnari samtökum sem það er núna. Ég út af fyrir sig veit ekkert um það, hv. þingmaður, vegna þess að ég er ekki forspá. Mér finnst þegar ég horfi á þróunina eins og hún hefur verið undanfarin ár að það muni taka óralangan tíma að þetta verði sambandsríki og ég satt að segja efast um að það verði nokkurn tímann. Það er skoðun mín. Hv. þingmaður getur haft aðra skoðun. Hv. þingmaður spyr mig hvernig Ísland verði sem lítill hreppur í stóru ríki eftir 100 ár. Ég spyr hann: Hvernig verðum við eftir 100 ár? Ég veit það ekki.