137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:56]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var afskaplega athyglisvert. Við Íslendingar erum sem sagt að fara inn í Evrópusambandið þar sem við komum til með að stjórna því sem okkur langar til að stjórna. Það er augljóst.

Hins vegar svaraði hv. þingmaður ekki seinni spurningu minni varðandi evruna og hvernig hv. þingmaður sér fyrir sér lausn efnahagsvandans ef við göngum ekki inn í Evrópusambandið. Er eitthvert plan B hjá Samfylkingunni? Get ég fengið svör við því? (Gripið fram í.)