137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:56]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er miklu frekar að þeir sem ætla að halda lífi í krónunni með gjaldeyrishöftum næstu missirin og árin svari því. (VigH: Þið eruð í ríkisstjórn?) Svari íslenskum kjósendum því hvernig þeir vilja reisa við efnahagslífið og hvernig þeir vilja bjarga efnahagslífinu og gjaldmiðli Íslands? (UBK: Hvenær fáum við evruna?)

Þetta er mjög fróðlegt vegna þess að hér æpa og góla tvær hv. þingkonur, önnur úr Sjálfstæðisflokki og hin úr Framsóknarflokki: Þið eruð í ríkisstjórn, hvenær fáum við evruna, hvað er í gangi? En þær styðja væntanlega báðar málsmeðferðartillögu (Gripið fram í.) flokka sinna um það hvernig sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu. (VigH: Þú ert að tala um efnahagsmál.)

Það er ósköp einfaldlega þannig að það er engin (Forseti hringir.) önnur leið fyrir Ísland út úr þeim gjaldmiðilsvanda sem Ísland á í en að taka upp evru og þeir sem halda (Forseti hringir.) öðru fram verða að skýra það út fyrir Íslendingum hvernig þeir ætla að bjarga gjaldmiðlinum. (UBK: Ekkert plan B?)