137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

frumvarp um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki.

[10:37]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Það er mikilvægt að hv. þingnefnd nái farsælli lendingu í þetta mál og Alþingi allt en ég held að það sé skynsamlegt að þetta verði gert, að þetta tæki verði stofnað.

Varðandi athugasemdir Mats Josefssons þá liggur það einfaldlega þannig að sólarhring áður en málið var sent þingflokkum var honum send ensk þýðing á frumvarpsdrögunum eins og þau lágu þar fyrir. Athugasemdir hans bárust um kvöldið og að morgni þess dags voru gerðar breytingar á frumvarpinu og það síðan sent til þingflokka og lagt fram á Alþingi. Síðan var endanleg útgáfa frumvarpsins aftur þýdd á ensku og það mun hafa verið hún sem Mats Josefsson barst að morgni þess dags sem hann mætti fyrir þingnefndina. Vonandi útskýrir þetta þennan misskilning sem enginn á að þurfa að vera og ég hef það skjalfest og sannað og mörg vitni að því að ráðgjafanum var send ensk þýðing á frumvarpsdrögunum daginn áður en lögð var lokahönd á það í fjármálaráðuneytinu og það sent til ... (Forseti hringir.) — fór inn í ríkisstjórn og þingflokka.