137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

tilraun með erfðabreyttar lífverur.

[10:50]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Nei, það er ekki atvinnustefna núverandi ríkisstjórnar að bregða fæti fyrir öll stór verkefni enda væri það nú annað hvort ef svo væri og sérkennileg staða.

Það er hins vegar stefna núverandi ríkisstjórnar að viðhafa opna og gagnsæja stjórnsýslu á öllum stigum. Í því efni sem þingmaðurinn nefndi er ekkert annað í gangi en að það er verið að fara að þeim lögum og reglugerðum sem um slíka starfsemi gilda og framlenging á umsagnarfresti er algjörlega innan þeirra marka sem þar er á ferðinni til þess að tryggja öfluga kynningu á þeirri starfsemi sem um er að ræða.

Atvinnustefna nýrrar ríkisstjórnar er fyrst og fremst í þágu sjálfbærrar þróunar enda höfum við ekki efni á því miklu lengur að ganga á umhverfið og þann sáttmála sem við höfum við jörðina, þ.e. að skila henni betri til barnanna okkar.